Krossá í Bitrufirði er um 250 km. frá Reykjavík, mitt á milli Staðarskála og Hólmavíkur. Hún er sjálfbær á og í þurrkatíð verður mjög lítið vatn í ánni. Því er oft hægt að sjá laxinn. Það er auðvelt að ganga nærri ánni og þess vegna er ekki leyft að drepa nema tvo laxa á stöng á dag. Einnig eru veiðimenn hvattir til að sleppa öllum stórlaxi og er það mjög mikilvægt fyrir sjálfbærni árinnar. ENGIN leyfi í sölu til ársins 2024