Krossá í Bitrufirði

Vestfirðir
Eigandi myndar: Guðmundur T.S
Calendar

Veiðitímabil

30 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Krossá í Bitrufirði er um 250 km. frá Reykjavík, mitt á milli Staðarskála og Hólmavíkur. Hún er sjálfbær á og í þurrkatíð verður mjög lítið vatn í ánni. Því er oft hægt að sjá laxinn. Það er auðvelt að ganga nærri ánni og þess vegna er ekki leyft að drepa nema tvo laxa á stöng á dag. Einnig eru veiðimenn hvattir til að sleppa öllum stórlaxi og er það mjög mikilvægt fyrir sjálfbærni árinnar. ENGIN leyfi í sölu til ársins 2024

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætt veiðihús er við ána; járnklætt timburhús með svefnplássi fyrir 9 manns á tveimur svefnloftum og tveimur herbergjum með efri og neðri koju. Í húsinu eru öll helstu eldhúsáhöld, ísskápur, eldunarhellur, frystikista og gasgrill og baðherbergi með sturtu. Verönd er meðfram húsinu og fyrir öðrum gafli þess. GSM samband er í húsinu. Veiðikort og veiðibók er fyrir hendi.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 að Staðarskála, beygt til vinstri (inn á veg 68) og ekið út með Hrútafirði vestanverðum. Komið er niður í Bitrufjörð, farið fyrir botn hans og ekið út með honum að skilti til vinstri sem á stendur Krossárdalur, vegur 641. Veiðihúsið er um 5 km. frá vegi 68 og er ekið inn dalinn að bænum Árdal. Þar beint á móti er veiðihúsið á vinstri hönd.

Veiðisvæðið er um 8 km langt með 24 merktum veiðistöðum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hólmavík: 53 km / Reykjavík: 223 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjarvíkurflugvöllur: 226 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélag Krossár hefur ákveðið að selja engin veiðileyfi í ánni þar til sumarið 2024. Ákveðið var að fara í framkvæmdir til að auka sjálfbærni árinnar og hafa eigendur gert samning við aðila sem veita þeim sérfræðiaðstoð við það.

F. h veiðifélagsins Eyfjörð, Aðalgeir s: 858-0980

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Myndasafn


Fréttir af veiði Krossá í Bitrufirði

Engin nýleg veiði er á Krossá í Bitrufirði!

Shopping Basket