Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði og fellur hún til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal. Fjarðarhornsá hefur verið flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún einnig nokkuð góð bleikjuá, enda veiðast margir silungar þar ár hvert. Átak var gert fyrir nokkrum árum til að auka laxgengd í ánna í samvinnu við Vegagerðina, sem löguðu til veiðistaði í ánni, og jókst veiðin í ánni til muna eftir það. Engin leyfi eru í boði til almennings