,,Já við vorum í tvo daga á Skagaheiðinni, enn einn túrinn þangað og fengum fína veiði“ sagði Sævar Sverrisson þegar við spurðum hann um veiðistöðuna og hann bætti við snöggur ,,við vorum fjórir og veiddum vel þrátt fyrir rok.
Þetta endaði í 30 stykkjum mest frá 2 upp í 4 pund en nokkrir stærri. Þetta er alltaf gaman að fara á heiðina með góðum félögum og renna fyrir fiska“ sagði Sævar enn fremur um veiðiferðina.
Veiðimenn sem fóru á Arnarvatnsheiðina um helgina fengu nokkrar bleikjur en þar var líka hvasst og frekar kalt , en fiskurinn var aðeins að gefa sig. Rokið mætti lægja aðeins þessa dagana, alla vega um helgar.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira