Ósá rennur úr Syðridalsvatni sem er frekar grunnt vatn 1,1 ferkílómeter að stærð. Fiskur gengur upp í Gilsá og Fossá sem renna í vatnið. Heimilt er að veiða í vatninu á hvíldartímanum í ánni ef keyptur hefur verið bæði fyrri-og seinnipartur. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en einstaka sinnum sjóbirtingur og lax. Sjóbleikja í Ósá er frá 1-2,5 pund. Bleikjuveiðin sveiflast eftir árum eins og gengur.