Ósá í Bolungarvík

Vestfirðir
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Veiðin

Ósá rennur úr Syðridalsvatni sem er frekar grunnt vatn 1,1 ferkílómeter að stærð. Fiskur gengur upp í Gilsá og Fossá sem renna í vatnið. Heimilt er að veiða í vatninu á hvíldartímanum í ánni ef keyptur hefur verið bæði fyrri-og seinnipartur. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en einstaka sinnum sjóbirtingur og lax. Sjóbleikja í Ósá er frá 1-2,5 pund. Bleikjuveiðin sveiflast eftir árum eins og gengur.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Ísafjörður s: 456-4111 / isafjordurhotels.is/torg

Gistihús

Einarshúsið Bolungarvík s: 456-7901 / einarshusid.is  

Mánagisting Ísafirði s: 615-29-2014 / managisting-guesthouse.business.site

Tjaldstæði

Tjaldsvæðið í Bolungarvík, Íþróttahúsið Árbær s: 456-7381

Veiðireglur

Vinsamlega færið alla veiði í rafræna veiðibók Ósár á veiditorg.is

Kort og leiðarlýsingar

Til að komast til Bolungavíkur er ekið um Bolungarvíkurgöng frá Ísafirði. Strax eftir göngin er ekið yfir Ósá. Skömmu áður en komið er að kaupstaðnum er ekið inn Syðridal, slóði liggur yfir sandstykki fram hjá fjárrétt að ánni.

Veiðisvæðið nær frá Syðradalsvatni og niður að ós

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Bolungarvík: 2 km / Ísafjörður: 13 km

Nærliggjandi flugvellir

Ísafjarðarflugvöllur: 18 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélag Bolungarvíkur, Arnþór Jónsson s: 897-7370 og  á veiditorg.is

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vestfirðir

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Ósá í Bolungarvík

Engin nýleg veiði er á Ósá í Bolungarvík!

Shopping Basket