Bubbi Morthens hefur verið við veiðar í Laxá í Aðaldal síðustu daga og hefur fengi laxa, en fyrsta lax sumarins veiddi hann á Hólmvaði þetta sumarið. En á sunnudaginn heldur hann sína árlegu tónleika á Nesi í Aðaldal sem alltaf hafa verið vel sóttir og fullt út úr dyrum.
Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið róleg en núna en það eru komnir 33 laxar á land. Bubbi mun halda áfram að veiða þegar hann hefur spilað fyrir mannskapinn í kirkjunni á Nesi, brot af sínum lögum sem eru rétt um 900. Þvílíkur árangur að semja og flytja!
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira