,,Það er sól og blíða hérna hjá okkur við Norðurá en í fyrrinótt gekk töluvert af laxi,, sagði Hákon Már Örvarsson kokkur en hann gaf sér tíma fyrir fáum dögum til að setja í lax í ánni. En Norðurá hefur gefið 260 laxar og síðasta holl veiddi um 50 laxa.
,,Það eru að veiðast frá 12 og upp í 20 laxar á dag hjá okkur núna, en besta hollið gaf 75 laxa um daginn. Ég og konan mín Sara Hlín Pálsdóttir fórum og fengum laxa. Veiðin gengur bara fínt ,,sagði kokkurinn Hákon Már sem var að elda ofan í liðið þegar við heyrðum í honum.
Af veiði er það að frétta að rólegt er víða, göngurnar mættu vera miklu kraftmeri. En vatnið er gott og það hefur hlýnað verulega. Sjáum stöðuna eftir fáa daga. Þjórsá hefur gefið lang flesta laxana eða 520 en síðan kemur Norðurá í Borgarfirði og svo Þverá. Haffjarðará er líka á góðu róli með 100 laxa.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira