Þessa á má finna í botni á Hestfjarðar í Ísafjarðardjúpi og er þetta þokkalegasta vatnsfall, en þó stutt. Í henni er alltaf sjóbleikja og oftast nær hægt að hitta á hana í ósnum og þar fyrir ofan. Ósjaldan er þetta frekar smávaxin bleikja, mest um eitt pund, en þó nokkrar vænni innanum. Í Hestfirði eru allir bæir komnir í eyði og því óvisst með veiðiréttinn. Virðist því svo vera að stangaveiðimenn geti sótt ánna heim án þess að hafa til þess heimilt.