Um Ölfusárós gengur allur fiskur sem fer upp í Ölfusá, Stóru Laxá, Sogið, Brúará, Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Meginstraumur árinnar liggur við austurlandið og þar geta veiðimenn átt von á að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og jafnvel sjávarfiskar bíti á. Algengast er þó að þarna fáist sjóbirtingur.
Ódýrasti birtingurinn og gott málefni
Dagurinn í sjóbirtingsveiði á Austurbakka Ölfusár, á ósasvæðinu er sennilega sá ódýrasti sem völ er á. Stöngin kostar tvö þúsund krónur á dag og hægt er að kaupa sumarkort sem