Sæmundará

Norðvesturland
Eigandi myndar: Leigutaki
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

80000 kr. – 160000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Sæmundará er falin perla sem rennur um Sæmundarhlíð í Skagafirði. Hún er 22 km að lengd, dragá með 172 km² vatnasvið. Áin er tveggja stanga og var ræktuð upp með góðum árangri fyrir um tveimur áratugum. Skefjalaus netaveiði í Miklavatni spillti þó veiði og hún hrundi á fáum árum niður í nánast ekki neitt. Veiðin hefur verið að koma aftur upp síðustu ár með auknum seiðasleppingum og uppkaupum á netaveiði í vatninu. Auk laxins, er talsvert af sjóbleikju og sjóbirtingi í ánni. Seld eru 2-3 daga holl og eru allar stangirnar seldar saman. Meðalveiði í ánni síðustu 10 árin er um 230 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Melur er veiðihúsið fyrir Sæmundará og var það byggt sumarið 2019. Þar eru 3 svefnherbergi, með 6 rúmum og  sérbaðherbergjum. Í húsinu er rúmgóð stofa með samliggjandi eldhúsi, en þaðan er stórglæsilegt útsýni yfir ánna og nærliggjandi umhverfi. Í eldhúsi er allt sem þarf til eldamennsku og einnig er að finna nýlegt grill á pallinum við húsið. Á pallinum er einnig heitur pottur fyrir þá sem vilja slappa af eftir góðan veiðidag.

Gisting og almenn þrif eru innifalin í veiðigjaldi. Rúmföt og handklæði eru á staðnum.

Þegar húsið er yfirgefið þarf ekki að tæma heita pottinn. Ganga skal frá rusli og dósum/ flöskum í þar til merktar tunnur fyrir utan húsið. Menn eru vinsamlega beðnir um að setja uppþvottavélina í gang.

Veiðireglur

ATH! Kvóti í ánni er 1 fiskur á stöng í hverju 3 daga holli, eftir að þeim kvóta er náð er veitt & sleppt.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið spannar um 17 kíló­metr­a. Í ánni eru 120 veiðistaðir, frá Fjallsfossi og niður að ós við Miklavatn

Kort 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 19 km / Akureyri: 116 km / Reykjavík: 310 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 118 km

Áhugaverðir staðir

Byggðasafn Skagafjarðar s: 453-6173, [email protected] / Hólar í Hjaltadal, Ketubjörg á Skaga

Veiðileyfi og upplýsingar

Pétur Emil Júlíus Gunnlaugsson í síma 898-4180.

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Sæmundará

Shopping Basket