Miðfjarðará er án efa ein gjöfulasta laxveiðiá landsins en það sem kannski færri vita er að í hana gengur líka töluvert af bleikju. Laxasvæðið tekur við þar sem silungasvæðið endar, þannig að allur lax sem er á leið upp Miðfjarðará og í hliðarár hennar, fer um silungasvæðið. Einnig má finna sjóbirting neðarlega á silungasvæðinu, en hann fæst helst og aðallega þegar líða tekur á haustið. Allar 3 stangirnar eru ávallt seldar saman. Meðalveiði hefur verið um 200 bleikjur og örfáir laxar og sjóbirtingar.