Miðfjarðará – Silungasvæði

Norðvesturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 25000 kr.

Veiðin

Miðfjarðará er án efa ein gjöfulasta laxveiðiá landsins en það sem kannski færri vita er að í hana gengur líka töluvert af bleikju. Laxasvæðið tekur við þar sem silungasvæðið endar, þannig að allur lax sem er á leið upp Miðfjarðará og í hliðarár hennar, fer um silungasvæðið. Einnig má finna sjóbirting neðarlega á silungasvæðinu, en hann fæst helst og aðallega þegar líða tekur á haustið. Allar 3 stangirnar eru ávallt seldar saman. Meðalveiði hefur verið um 200 bleikjur og örfáir laxar og sjóbirtingar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætt veiðihús fylgir svæðinu með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar og einnig er grill við húsið. Góð sturtuaðstaða er í húsinu. Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur og handklæði. Menn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið, þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl. Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði.

Kort og leiðarlýsingar

Gagnleg veiðistaðalýsing – Acefly

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 9 km / Akureyri: 200 km / Reykjavík: 190 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 190 km / Akureyrarflugvöllur: 202 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is

Uppl: Rafn Valur Alfreðsson s: 824-6460, [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Miðfjarðará – Silungasvæði

Engin nýleg veiði er á Miðfjarðará – Silungasvæði!

Shopping Basket