Bergá kemur úr Bergárvatni og rennur í Víðidalsá rétt framan við byggð. Hún um 10 km löng og er veiðin eingöngu bleikja sem aðallega kemur úr vatninu. Það er oft mikið magn af bleikju í ánni sem tekur vel agn. Hún er þó að mestu leyti frekar smá, eða frá hálfu pundi upp í eitt pund. Að ánni er u.þ.b. 10 mínútna gangur og svo gengið upp með henni. Veiðin er oftast best í efri hluta árinnar. Skilti er þar sem styst er að ánni. Bergáin er talin prýðilega til þess fallin að fara þangað með unga veiðimenn og leyfa þeim að æfa sig í fluguveiðum. Smáar kúlupúpur og jafnvel þurrflugur virka vel.