Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti árinnar áður en hún rennur í Hópið. Ef skoðaðar eru veiðitölur undanfarinna ára er þetta eitt gjöfulasta silungasvæði landsins en einnig veiðist þar töluvert af laxi. Megnið af sjóbleikjunni er um 2 – 3 pund, en alltaf veiðist töluvert af stærri bleikju og ekki er óalgengt að 4 punda bleikjur taki agn veiðimanna. Meðalveði er um 600 silungar og 20 laxar á sumri, en inni í þeirri tölu eru allnokkrir sjóbirtingar sem veiðast helst og aðallega á haustin. Leyfðar eru 2 stangir og eru þær ávallt seldar saman.