Vatnsdalsá-upptakakvíslar

Norðvesturland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 10 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Þær kvíslar sem hér um ræðir eru einkum eftirtaldar: Strangakvísl, Öldumóðukvísl, Þjófakvísl, Fellakvísl, Hestalækur og Miðkvísl. Eiga þær allar upptök sín á Stórasandi nokkuð fyrir norðan Langjökul. Að sögn kunnugra, eru flestar kvíslarnar ágætlega vatnsmiklar og eru ekki taldar eins viðkvæmar í þurrkasumrum og margir aðrir lækir eða ár. Þetta er skemmtilegt veiðisvæði, en þó mjög viðkvæmt. Þannig hefur það nú samt verið að leigutakar nýta sér sjálfir réttinn, en leyfa helst kunningjum og vinum að veiða. Þeir vilja helst ekki leyfa annað en flugu og telja það best fyrir bleikjustofninn að sleppa sem mestu. Bleikjan þarna getur verið mjög væn, sex punda bleikjur eru algengar og fyrir kemur að bleikjur allt að átta pundum veiðist.

Veiðireglur

Þarna ber að ganga fram af mikilli hófsemi

Kort og leiðarlýsingar

Stór hluti þeirra kvísla sem taldar eru upp í lýsingu á veiðisvæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: um 50 km / Akureyri: um 194 km / Reykjavík: um 260 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Vatnsdalsá-upptakakvíslar

Engin nýleg veiði er á Vatnsdalsá-upptakakvíslar!

Shopping Basket