Vatnsdalsá – Silungasvæði

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 10 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

17000 kr. – 22000 kr.

Veiðin

Silungasvæði Vatnsdalsár hefur í gegnum árin verið geysilega vinsælt veiðisvæði. Þar veiðast ár hvert á þriðja þúsund silungar en þarna er einnig allgóð von um laxveiði. Urriðinn í Vatnsdalsá getur verið allt upp í 5 pund og þar eru dæmi um stærri urriða. Bleikjan er smærri oft um 1 – 2 pund. Sjávarfalla gætir í Húnavatni og þar er oft besta veiðivonin á sjávarföllum. Veiðisvæðinu fylgir smááin Giljá, en í henni má fá bleikju og sjóbirting á ósasvæðiðinu og lax finnst ósjaldan ofar í ánni. Mikil saga fer af atburðum í Vatnsdal og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var veginn í deilu um veiðirétt. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla. Veitt er 3 daga í senn, frá hádegis til hádegis. Meðalveiði er 2500 silungar á ári.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Gisting í góðu veiðihúsi, Steinkoti, er innifalin í veiðileyfinu. Það er staðsett austan við Flóðið í Vatnsdal. Þar geta um eða yfir 20 manns gist með góðu móti og er öll aðstaða þar með ágætum. Ætlast er til að gengið sé frá uppþvotti og þurrkað af borðum, en skúringar þurfa veiðimenn ekki að annast.

Kort og leiðarlýsingar

Efra svæðið er fyrir ofan Flóðið og nær fram að Undirfelli. Neðri hluti svæðisins er fyrir neðan brúna á þjóðvegi 1, Hnausabrú. Einnig fylgir smááin Giljá veiðisvæðinu, en hún rennur í Hóp.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Blönduós: 18 km / Akureyri: 163 km / Reykjavík: um 230 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 165 km / Reykjavíkurflugvöllur: 230 km

Áhugaverðir staðir

Vatnsdalshólar, Hvítserkur, Borgarvirki og Kolagljúfur

Nestisstaðir

Áhugavert er að fara í Þórdísarlund

Veiðileyfi og upplýsingar

Björn K Rúnarsson s: 8200446, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vatnsdalsá – Silungasvæði

Engin nýleg veiði er á Vatnsdalsá – Silungasvæði!

Shopping Basket