Silungasvæði Svartár nær upp að Teigakoti og neðsti veiðistaðurinn á svæðinu er Hvammsármót, rétt sunnan við bæinn Hvamm. Ágætt er að komast að bestu stöðum. Veiðin hefur aðallega verið bleikja, en einnig veiðist eitthvað af urriða og laxi. Þarna er ekkert veiðihús, en möguleiki er að fá gistingu á Hótel Blönduósi eða þá í Húnaveri. Að sögn kunnugra hefur verið niðursveifla í veiðinni þarna undanfarin ár en gæti farið batnandi með smá friðun, enda þolir svæðið ekki mikið veiðiálag. Sennilega er komin upp sú staða að veiðisvæðið sé betur nýtt til laxveiða.