Íslenska fluguveiðiakademían kynnir námskeið í hnýtingu á klassískum laxaflugum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Bjarni Róbert Jónsson að miðla reynslu sinni.
Staðsetning: Húsakynni Ferðamálaskóla Íslands. Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Tímasetning: 10, 11. og 13. janúar 2022, kl. 18:15-21:15.
Athugið að námskeiðið er ekki fyrir byrjendur í fluguhnýtingum og gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð tökum á hefðbundnum fluguhnýtingum.
Námskeiðið er þrjú kvöld, þrjár klukkustundir í senn.
Nemendur fá allt efni á staðnum en gert er ráð fyrir að allir mæti með eigin væs og verkfæri.
Verð: 39.900kr
Veiðifélagaverð: 33.900kr
Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.