Margir þekkja Hölkná í Þistilfirði en hún er ein af frægu stórlaxaánum á Norðausturhorninu sem flesta langar að veiða. Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu í Hölkna á síðustu árum og er veiðihúsið með flottari veiðihúsum landsinns í tveggja stanga laxveiðiá. Hölkná er stórskemmtileg laxveiðiá og hefur mjög hátt stórlaxahlutfall. Þetta er á sem allir veiðiáhuga menn ættu að prófa í góðra vina hópi. Seldir eru 2 eða fleiri dagar í senn og báðar stangirnar ávallt saman. Meðalveiði hefur verið um 400 laxar síðastliðin 5 ár.