Reykjadalsá er ein af þverám Laxár í Aðaldal, liðast undurhæg niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni tengist hún svo Laxá um Eyvindarlækinn. Reykjadalsá er rómuð fyrir þurrfluguveiði en þar er einnig góð laxvon. Sú breyting er frá 2021 að Eyvindarlækur fylgir ekki með Reykjadalsá heldur er seldur sér. Árleg veiði hefur verið frá um 70 – 80 laxar og um 3000 urriðar.
Sá fyrsti úr Reykjadalsá
Fyrsti laxinn er kominn á land í Reykjadalsá! Gilbert Jonsson landaði þessum fallega 78cm laxi úr Fosspolli. Veiðimenn misstu annan mjög stóran lax í Langhyl eftir þónokkra viðureign er laxinn