Veiðin byrjaði víða vel, það fréttist af einum 98 cm. sjóbirtingi í Skaftá á tvíhendu og tók viðureignin 20 mínútur.
Ásgarðssvæðið í Soginu, þar sem alltaf er von á stórbleikju
Þetta var einn af þessum stóru sem leynast víða í Skaftafellssýslunni.
Þá var sérstaklega góð veiði í Hörgsá og þeir voru einnig að setja grimmt í hann í Geirlandsá eins og kom fram í gær.
Vorveiðin fer vel af stað og góð veiði hefur verið á Ásgarðssvæðinu í Soginu þar sem alltaf er von á stórbleikju og einstaka birtingi á vorin.
Ellefu fiskar veiddust á svæðinu mest af bleikju en einstaka birtingar innan um og öllu er sleppt á svæðinu. Gott vatn er í flestum ám á landinu og gott útlit, þrátt fyrir væntanlegt kuldakast í vikunni.
Ljósmynd/Veiðin.is
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira