Gljúfurá er rétt sunnan við Grenivík. Hún heitir í raun Hólsá stuttu neðan vegar og þar er mesta veiðin. Væn sjóbleikja er í ánni og er veiðitímabilið frá 10 júli og fram í ágúst. Mest er um tveggja til þriggja punda bleikjur og er þetta spennandi kostur fyrir lítinn pening. Margir bæir eiga land að þessu litla vatnsfalli og er það Grýtubakki I & II sem á stærstan hluta.