Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil. Hún er fiskgeng upp að fossi, samtals 8 km. Í Fjarðará veiðist helst falleg sjóbleikja, mest 1 – 1.5 pund og allt að tæplega 3 pundum að stærð, en einnig slæðingur af sjóbirtingi og laxi. Margir fínir veiðistaðir eru í Fjarðará, en þó er aflahæsta svæðið ósasvæðið. Oft opnar ekki vegurinn í Hvalvatnsfjörð fyrr en síðast í júní, og jafnvel í byrjun júlí, og stundum mun síðar ef veturinn hefur verið harður. Það er ákaflega hentugt að nota flugu um alla ánna og eru kúluhausar og þurrflugur mjög öflugar. Straumflugur eru einnig mjög sterkar á vissum stöðum árinnar og vinsælt er að nota spún á ósasvæðinu.