Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Norðausturland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Jepplingar, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4200 kr. – 6000 kr.

Tegundir

Veiðin

Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil. Hún er fiskgeng upp að fossi, samtals 8 km. Í Fjarðará veiðist helst falleg sjóbleikja, mest 1 – 1.5 pund og allt að tæplega 3 pundum að stærð, en einnig slæðingur af sjóbirtingi og laxi. Margir fínir veiðistaðir eru í Fjarðará, en þó er aflahæsta svæðið ósasvæðið. Oft opnar ekki vegurinn í Hvalvatnsfjörð fyrr en síðast í júní, og jafnvel í byrjun júlí, og stundum mun síðar ef veturinn hefur verið harður. Það er ákaflega hentugt að nota flugu um alla ánna og eru kúluhausar og þurrflugur mjög öflugar. Straumflugur eru einnig mjög sterkar á vissum stöðum árinnar og vinsælt er að nota spún á ósasvæðinu.

Veiðireglur

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Fjarðarár á Veiðitorg.is. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér

Kort og leiðarlýsingar

Ekki er ráðlegt að fara í Hvalvatnsfjörð á fólksbíl, en til að komast á staðinn er ekið í átt að Grenivík sem er utarlega í Eyjafirðinum austanverðum. Nokkru áður en komið er inn í Grenivík er beygt til hægri, upp með Gljúfurá, en þaðan er svo ekið yfir Leirdalsheiði og niður í Hvalvatnsfjörð. Frá þjóðvegi niður að ósi er að lágmarki 45 mínútna akstur eftir aðstæðum. Frá afleggjaranum við Gljúfurá og að efsta veiðistað við fossinn (við eiðibýlið Gil) er um 18 km spölur.

Veiðisvæðið: Nær frá ófiskgengum fossi rétt ofan við Gangnamannahúsið Gil og niður með ósasvæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Grenivík: um 30 km niður að ósasvæðinu

Akureyri: 62 km niður að ósasvæðinu

Veiðileyfi og upplýsingar

 Veiditorg.is – Fjarðará

Uppl: Þórarinn Pétursson s: 899-3236.

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Engin nýleg veiði er á Fjarðará í Hvalvatnsfirði!

Shopping Basket