Kráká á Mývatnsheiði er óbyggðaveiði einsog hún gerist best. Áin er lindá, á upptök sín í Krákárbotnum og er því frekar köld. Urriðinn þar vex hægt en getur orðið nokkuð stór. Veiðiálag er ekki vandamál í Kráká, þar er veitt á fáar stangir, svæðið gríðarlangt og oftast nokkur ganga frá bíl að ánni. Upplifun veiðimanna, þegar þeir koma á veiðistað, er oft sú að enginn hafi veitt þar lengi. Algeng stærð á urriðanum er 40-55 cm, en þarna leynast fiskar allt að 70 cm.
Kvöldferð
Við félagarnir, Högni, Elli og Þóroddur, áttum í gær eftirminnilega kvöldstund í Kráká á Mývatnsheiði. Þó áin telji ekki marga veiðistaði fundum við nokkra þar sem fiskur gaf sig. Sérstaklega