Kvöldferð

Við félagarnir, Högni, Elli og Þóroddur, áttum í gær eftirminnilega kvöldstund í Kráká á Mývatnsheiði. Þó áin telji ekki marga veiðistaði fundum við nokkra þar sem fiskur gaf sig. Sérstaklega var það falleg breiða neðan við “stærsta” foss árinnar, Stórafoss, sem heillaði okkur. Þvílík var takan þegar sá fyrsti tók að hann sleit og tók með sér Stirðu, fluguna sem var undir. Það var eitthvað við þennan stað sem fékk okkur til að skipta yfir í púpur og veiða andstreymis og þannig náðust tveir fallegir fiskar á land, 51 og 54 cm. Við vorum glaðbeittir þegar lagt var af stað heim.

Ljósmynd/Erlendur Steinar Höf: Högni Harðarson

Kráká