Veiðin gengur í ættir -vænir fiskar úr Eyvindará

Það er gaman að sjá unga og efnilega veiðimenn renna fyrir fisk, áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi. Mestu skiptir að veiða eitthvað og þá fá  þeir meiri áhuga á veiðiskapnum, það sem skiptir öllu máli.
Hér er Birgir jr. með tvo væna urriða á myndinni sem hann veiddi í Eyvindará í blíðunni á dögunum,  þegar hann var á ferðalagi um Austurland með foreldrum sínum. Faðir hans Biggi Nielsen sagði að peyinn væri tekinn við.

„Hann er áhugasamur um veiðina eins og maður var á þessum aldri, það vantar ekki, hann er að taka við strákurinn,” sagði Birgir Nielsen þegar við spurðum um soninn nýkominn austur af Héraði með flotta urriða.

Ljósmynd/Birgir

Veiðar · Lesa meira