„Það var gaman að veiða lax í Korpu en við fengum þrjá laxa,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson og hann bætti við; „mamma fékk maríulaxinn sinn. Áin var pökkuð af laxi og ég ætla klárlega að koma hingað og veiða aftur. Korpa er með fjölbreytta veiðistaði,“ sagði Hilmar sem bætir við nýjum og nýjum veiðisvæðum i hverjum mánuði. Og hnýtir fleiri og fleiri flugur til að kasta fyrir laxana í veiðiánum.
Korpa hefur gefið 140 laxa, en Elliðaárnar 460 og Leirvogsá er kominn með 170 laxa ef við skoðum veiðiárnar í nágrenni Reykjavíkur, Laxá í Kjós er að detta í 400 laxa og eitthvað hefur veiðst af sjóbirtingi.
Mynd. Hilmar Þór Sigurjónsson með lax úr Korpu.
Veiðar · Lesa meira