Þær hafa svo sannarlega vakir eftirtekt veiðimanna, safaríferðirnar sem hann Óli “Dagbók Urriða” stendur fyrir í samstarfi við Fish Partner. Sú síðasta, þetta sumar, var 4 daga veiðiferð í Blöndukvíslar. Að sögn Óla “var hópurinn alveg einstaklega skemmtilegur og mikið hlegið”. Gist var í Áfanga en þar öll aðstaða til fyrirmyndar og gott starfsfólk.
Óli sagði í gríni við hópinn “að markmiðið væri að ná 100 fiskum” og það stóðst. Eins og gengur og gerist á heiðum Íslands var stærð fiskana blönduð en fjölmargir flottir komu á land. Þar á meðal voru fiskar sem þóttu sérstakir fyrir viðkomandi veiðimenn, hvað varðar stærð, voru þeir fyrstu á þurrflugu eða þeir fyrstu í ákveðnum hyljum.
Það gerði ferðina enn áhugaverðari að mikið sást af fálka og einnig voru ernir á sveimi.
Árangursrík og vel heppnuð ferð og Óli sagði “Hlakka til að bæta við fleiri spennandi ferðum fyrir næsta tímabil”
Ljósmyndir/Óli (Dagbók Urriða)
Frétt fengin af facebook síðu “Dagbók Urriða”