Þessi litla á heitir í raun Þríhyrningsá þar sem hún rennur úr Þríhyrningsvatni, en breytir um nafn áður en hún rennur í Jökulsá á Fjöllum. Mikið er af smárri bleikju í ánni og einhverjar sögur fara af stærri fiskum. Stundum er býsna góð veiði þar sem Arnardalsá rennur í Jökulsá. Stofn bleikjunnar á þessum slóðum er ekki það stór að hann þoli mikið álag, því er sjálfsagt fyrir menn að ganga að veiðunum með hógværð. Besta veiðin er í júní og fram í júlí.