Í vikunni var haldinn kynningarfundur fyrir verkefnið „Saga laxveiða í Borgarfirði“ sem Landbúnaðarsafn Íslands stóð fyrir. Í þessu verkefni er sjónum beint að þeirri mikilvægu auðlind sem laxveiðarnar eru og hafa verið í héraðinu, hvernig þær hafa þróast frá sjálfsþurft til mikilvægrar atvinnugreinar og þau áhrif sem þessi grein hefur haft á landnýtingu í gegnum tíðina.
Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundargestir yfir mikilli ánægju með þessa vinnu og fram komu fjölmargar ábendingar um málefnið. Í ljós kom að mörg viðstaddra búa yfir reynslu og þekkingu um laxveiðar í Borgarfirði.
Þau sem eiga efni í fórum sínum um laxveiðar í héraðinu í nútíð og fortíð eða vita hvar slíkt er að finna eru beðin um að koma ábendingum á framfæri við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins, þær Önnu Heiðu Baldursdóttur, [email protected] og Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, [email protected].
Ljósmynd/vel sóttur fundur á Hvanneyri
Veiðar · Lesa meira