Jökla

Austurland
Eigandi myndar: Snævarr Ö. Georgsson
Calendar

Veiðitímabil

27 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

50000 kr. – 250000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Sumarið 2020 var metveiði í Jöklu, en hún gaf þá 870 laxa. Margir stórir laxar komu þar á land og m.a. var 107 cm lax sem Jules Goldberg landaði þar 17. júlí einn af stærstu löxum sumarsins. Efsti veiðistaðurinn er Tregluhylur og nær svæðið niður að veiðistaðnum Skipalág í Jökulsárhlíð, ásamt hliðaránum Laxá og Kaldá. Síðla ágúst bætist Fögruhlíðará við þetta svæði enda er þá orðin meiri hætta á yfirfalli og veiði nánast eingöngu stunduð í hliðaránum. Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá sem er hentug fyrir einhendur. Samtals er svæðið um 50 km langt og því verður afar rúmt um veiðimenn og miklir möguleikar á því að kanna ótroðnar slóðir. Svæðið er venjulega selt í tveggja eða þriggja daga hollum og er skyldufæði í Veiðihúsinu Hálsakoti. Þó er einnig boðið upp á staka daga seint á veiðitímabilinu án skyldugistingar og fæðis. Þó aðallega sé stunduð laxveiði á svæðinu er þar einnig silungur, aðallega er það sjóbleikja og eru þær stærstu um 65 cm.

Mörgum þykir langt að aka alla leið austur í Jöklu frá Reykjavík, en einfalt er að fjúga til Egilsstaða og leigja bíl á Egilsstaðaflugvelli og stytta þar með ferðatímann gríðarlega.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Á bökkum Kaldár stendur stórglæsilegt veiðihús til afnota fyrir veiðimenn á Jöklusvæðinu. Það var byggt árið 2007 og býður upp á frábæra aðstöðu og er samtengt á verönd við fjögur smærri hús með átta tveggja manna herbergjum, hvert með sér baðherbergi og sturtu. Meginhúsið hefur upphitaða vöðlugeymslu, aðgerðarherbergi með frystikistu, frábæra setu- og borðstofu með arni, eldhús með öllum nauðsynlegum tækjum og skemmtilega verönd.

Í veiðihúsinu er kappkostað að bjóða fyrsta flokks fæði og þjónustu. Ekki er skyldugisting seint á veiðitímanum og holl geta einnig yfir sumarið tekið eingöngu gistingu ef þess er óskað og verð er þá eftir nánari samkomulagi.

Veiðireglur

Skyllt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri. Leyfilegt er að hirða einn lax á stöng á dag undir þeim mörkum. Eingöngu er leyfð fluga í júlí og til síðla ágústs en maðkur og spónn er einnig leyfður eftir það og í september.

Umsjónarmaður/veiðivörður:  Guðmundur Ólason s: 471-1019 og 660-6893

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er um þjóðveg 1 sem leið liggur til Akureyrarog þaðan austur gegnum Mývatnssveit og yfir Möðrudalsöræfi. Áður en farið er yfir brúna yfir Jöklu er beygt til hægri inn á þjóðveg 917. Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel og blasir þá glæsilegt veiðihúsið við.

Veiðisvæðið: Jökla frá og með Skipalág og að Tregluhyl ásamt Laxá og Kaldá. Fögruhlíðará bætist við þetta svæði síðla ágúst.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 45 km, Akureyri: 245 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 632 km um göngin

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: 44 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðþjónustan Strengir s: 660-6890, [email protected], www.strengir.com

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Jökla

Gerði góða ferð í Jöklu

„Ég gerði góða ferð í Jöklu, þrátt fyrir mjög slæma veðurspá þá slapp þetta þrátt fyrir kuldann,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson um veiðiferðina i Jöklu. „Kuldinn hjálpaði greinilega við að

Lesa meira »

Stórlaxaveisla í Jöklu!

Jöklan var að byrja að hreinsa sig núna síðdegis og þá var ekki að sökum að spyrja, sett var í 8 laxa en 4 náðust á land. Voru það 80

Lesa meira »

Jökla komin á yfirfall

Jökla fór á yfirfall 1. ágúst og í gær var því fyrsti dagurinn þar sem veiði var eingöngu í hliðarám Jöklu með 6 stangir. Erlendir veiðimenn eru að veiðum og

Lesa meira »

Góður dagur í Jöklu

Í dag veiddist 21 lax í Jöklu og er það besti dagur ársins hingað til. Þó að smálaxinn sé mættur þá eru ennþá stórir fiskar að ganga og veiddust m.a.

Lesa meira »

Fimmtán laxar í Jöklu í gær

Veiðin er víða ágæt og stærsti straumur var í gær, en smálaxinn mætti láta sjá sig aðeins meira. Vatnshæðin er góð í ánum og allt getur gerst. Þar sem hægt er að fylgjast

Lesa meira »
Shopping Basket