Múlaá fellur úr Skriðuvatni í Suðurdal, inn af Skriðdalnum, og nefnist Grímsá eftir að hún og Geitdalsáin sameinast utan við Þingmúla. Í ánni er fallegur urriði, en í vatninu er hvor tveggja urriði og bleikja. Veiði í Múlaá fylgir vatninu, að austanverðu, niður að merktum landamerkjastólpa. Þar fyrir neðan selja landeigendur í ána, hver fyrir sínu landi.