Breiðdalsá – Silungasvæði

Austurland
Eigandi myndar: veiditorg.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

6 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

15000 kr. – 15000 kr.

Tegundir

Veiðin

Silungasvæðið í Breiðdalsá er fyrir löngu orðinn afar vinsæll pakki og hópar eru í vaxandi mæli að leita eftir því að taka sömu daga að ári. Vissulega eru veður rysjótt snemma á vorin en fiskurinn er til staðar og getur tekið grimmt, auk þess sem menn falla gersamlega fyrir veiðihúsinu að Eyjum. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á en Breiðdalsá. Neðst á silungasvæðinu í Breiðdalsá er að finna sjóbleikju og einstaka sjóbirting og lax. Ofar í ánni, inn á dal talsvert ofan við fossinn Beljanda, er að finna staðbundinn urriða og einnig ofarlega í Norðurdalsá. Meðal árveiði er um 270 bleikjur og 480 urriðar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Breiðdalsá silungasvæði : Veiðihús vorveiði 1. maí -30. júní

Á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja, sem eru neðarlega við ána, er gott veiðhús sem býður upp á eina glæsilegustu gistiaðstöðu á landinu. Þar eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Þar af bíður glæsisvíta þeirra sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa, með góðum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.

Veiðihús í Breiðdalsá 1. júlí -30. september

Ekki er skyldugisting í júlí – september en oft er hægt að fá herbergi í veiðihúsinu og kaupa þjónustu þar líkt og laxveiðimenn fá. Einnig er möguleiki að gista í uppábúnum herbergjum í gistigámum rétt hjá veiðihúsinu og hafa þá til afnota baðherbergi í sjálfu húsinu og val um með eða án fæðis. Verð fer eftir nánari samkomulagi.

Veiðireglur

Leyfðar eru 6 stangir um vorið en síðan eru 4 stangir leyfðar fra 1. júlí. Leyfilegt er að hirða einn lax undir 70 cm og allan silung, en mælst er með því að sleppa sem flestum bleikjum yfir 45 cm.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðsvæðið samanstendur af ósnum og neðsta hluta árinna ásamt svæðum efst í bæði Breiðdalsá og Norðurdalsá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Breiðdalsvík: um 9 km, Egilsstaðir: 100 km, Akureyri: 347 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 610 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Jóhann D. Snorrason s: 793-7979

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Breiðdalsá – Silungasvæði

Engin nýleg veiði er á Breiðdalsá – Silungasvæði!

Shopping Basket