Sogið er vatnsmesta bergvatnsá landsins. Það fellur úr Þingvallavatni og sameinast Hvítá í Árnessýslu 20 km neðar, suðaustan Ingólfsfjalls. Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði í Soginu, þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Svæðið er kjörið til fluguveiða þar sem hver tökustaðurinn rekur annan.
Smápúpur heilla Ásgarðsbleikjuna
Það hefur verið líflegt á bleikjumiðum í Ásgarði í Soginu þessa fyrstu daga í apríl. Þrír ungir en reynslumiklir veiðimenn hafa átt þar góðar stundir. Þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson, Óttar Finnsson