Veiðisvæðið Þrastalundur á sér marga fasta aðdáendur sem þekkja það vel og vita hvar ganga má að silungi og laxi. Svæðið er fagurt og þægilegt yfirferðar. Einn af betri veiðistöðum Sogsins er á Þrastalundi og heitir Kúagil. Þar liggur alltaf lax þegar hann er genginn og oft sjást þar stórlaxar. Lax getur einnig legið víða á stöðum niður að brú. Ofan Kúgagils og upp að Álftavatni eru álítlegir veiðistaðir sem geyma bolta bleikjur og oft einnig laxa. Í boði er vorveiði í silung og svo lax og silungsveiði yfir sumartíman.