Langholt er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á vinstri bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Oddgeirshóla. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxasögurnar orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingi í aflanum fjölgað mikið. Meðalveiði er um 200 laxar síðustu sumur.
Fyrir kunnuga þá hefur sú breyting orðið að Langholt og Hallandi selja ekki lengur leyfi saman.