Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast Þjórsá nokkuð neðan við Þjóðveldisbæinn á Stöng. Frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá er eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar, þar skiptast á flottar breiður, djúpir hyljir og fallegir strengir. Eitthvað af laxi gengur í ánna í júlí en besti tíminn er þegar líða fer að hausti. Undanfarin ár hefur mikið af vænum laxi veiðst í ánni þegar kemur inní sumarið en einnig veiðist bleikja, birtingur og urriði á laxasvæðinu. Veitt er frá morgni til kvölds.