Fossá

Suðurland
Eigandi myndar: Iceland Outfitters
Calendar

Veiðitímabil

15 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 60000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast Þjórsá nokkuð neðan við Þjóðveldisbæinn á Stöng. Frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá er eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar, þar skiptast á flottar breiður, djúpir hyljir og fallegir strengir. Eitthvað af laxi gengur í ánna í júlí en besti tíminn er þegar líða fer að hausti. Undanfarin ár hefur mikið af vænum laxi veiðst í ánni þegar kemur inní sumarið en einnig veiðist bleikja, birtingur og urriði á laxasvæðinu. Veitt er frá morgni til kvölds.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

Ekkert veiðihús er við ána, og er næsti nærliggjandi gistimöguleiki Ásólfsstaðir Holiday Home s: 893-8889

Kort og leiðarlýsingar

Veiðsvæðið nær frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: um 70 km, Reykjavík: 125 km, Akureyri: 495 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 125 km

Áhugaverðir staðir

Hjálparfoss sem er efsti veiðistaður árinnar, Langhúsið Stöng og Gjáin: 10 km, Þjóðveldisbærinn Stöng: 2 km

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is

Upplýsingar s: 897 3443 eða [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Fossá

Engin nýleg veiði er á Fossá!

Shopping Basket