Hólaá – Útey

Suðurland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

10 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hólaá rennur úr Laugarvatn, yfir í Apavatn og þaðan í Brúará. Hún er mjög góð bleikju og urriðaá, þar sem bleikjan er alls ráðandi yfir sumarið en urriðinn yfirleitt sterkur á vorin og haustin. Veiðin á þessu svæði er oft ævintýralega góð og ekki óalgengt að vanir veiðimenn setji í á bilinu 20-30 bleikjur á einum dagparti. Besti tíminn er frá byrjun júní og til loka ágúst. Besta aðferðin til að ná bleikjunni er að veiða andstreymis með litlum púpum. Mikið æti kemur úr Laugarvatni og þurfa veiðimenn að finna púpur sem líkjast hvað mest því æti sem bleikjan er í, hverju sinni. Veiðitímabilið fer eftir tíðarfari, en oftast er hægt að hefja veiðar í apríl/maí og veitt er fram í október.

Gisting & aðstaða

Aðrir gistimöguleikar

Gistimöguleikar á svæðinu: www.south.is

Veiðireglur

Þegar mætt er til veiða skal fyrst koma við á bænum Útey, til að fá númer að hliði sem þarf að fara um til komast niður að vatninu og ánni. Mikilvægt er að skila inn veiðitölum að veiðinni lokinni.

Veiðimenn sem kaupa leyfi í Hólaá fyrir landi Úteyjar, mega einnig veiða í hluta Laugarvatns.

Kort og leiðarlýsingar

Úteyjar svæðið í Hólaá er efsta svæðið í ánni og nær frá Laugarvatni á suður/vesturbakka árinnar?.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Laugarvatn er stutt frá, Selfoss: um 40 km, Reykjavík: um 82 km, Akureyri: 406 km

Áhugaverðir staðir

Laugarvatn Fontana: 6 km, Geysir: um 34 km, Gullfoss: 44 km, Reykholt: 27 km og Skálholt: 24 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hólaá – Útey

Veiddu vel í sumarblíðunni

Mikið líf er á Úteyjarsvæðinu í Hólaá þessa dagana. Svæðið geymir mikið af fallegri bleikju og vænum urriða. Mæðgurnar Rannveig Rúna Viggósdóttir og Unnur Guðný Gunnarsdóttir voru að veiðum í

Lesa meira »

Frábær veiði í Hólaá

„Við settum í þrjátíu fiska og tókum tíu en slepptum hinum, mikið af fiski þarna núna og allt urriði,” sagði Atli Valur Arason sem hefur verið duglegur að veiða með

Lesa meira »
Shopping Basket