Veiðisvæðið Laugardalshólar í Hólaá er um 5 km langt. Þar fæst bæði bleikja og urriði, þó meira af bleikju. Eingöngu má veiða norðan megin við ána, eða þeim megin við ána sem bærinn Laugardalshólar standa. Rétt fyrir neðan afleggjaran að Laugardalshólum er bílastæði sem veiðimenn geta lagt bílnum sínum og gengið niður að á. Góðir veiðisstaðir eru beint fyrir framan bílastæðið og í gegnum tíðina hafa menn gert góða veiði á svæðinu bæði fyrir ofan og neðan bílastæðið. Mest hefur veiðst á flugu á síðustu árum og er ljómandi skemmtilegt að veiða þarna á þurrflugu þegar aðstæður leyfa. Þetta er vinsælt og fjölskyldusvænt veiðisvæði, stutt frá höfuðborgarsvæðinu.