„Laxinn er mættur í Elliðaárnar, sást á Breiðunni,“ sagði Ásgeir Heiðar, margir hafa kíkt en fáir séð neitt i Elliðaánum fyrr en núna. Laxinn er að hellast inn í flestar ár þessa daga og heldur svo vonandi áfram á næstunni.
„Það er gaman að opna með stöngina og það eru að veiðast flottir fiskar,“ sagði Haraldur Einarsson bóndi á Urriðafossi og fyrrverandi alþingismaður, sem opnaði ána ásamt hörku veiðifólki, en Haraldur ólst upp við netaveiðar í ánni en núna eru tímarnir verulega breyttir.
„Já þetta er öðruvísi en mjög gaman,, sagði Haraldur og hélt áfram að renna maðki. Veiðiskapurinn hélt áfram og nokkru ofar var Harpa Hlín Þórðardóttir að setja í flottan lax og Haraldur aðstoði að landa með háfinum. ,,Ég er nú ekki vanur með háfinn,“ sagði Haraldur sem leysti verkið vel af hendi.
„Þetta er meiriháttar og fjörug viðeign,“ sagði Harpa Hlín þegar laxinn var kominn á land, en skömmu áður hafði eiginmaðurinn og sonurinn landað 2 löxum.
Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta laxinn sinn í sumar /Mynd GB
Veiðar · Lesa meira