Frostastaðavatn

Ég mæli hiklaust með því að fara í Frostastaðavatn með unga veiðimenn til að leyfa þeim að æfa sig.

Ég fór með strákana mína í 2 daga þangað og það var vægast sagt ævintýri. 

Kristófer er að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði og Magnús er að stíga sín fyrstu skref í veiði almennt, og þeir mokuðu báðir inn fiskum.

Þær eru kannski ekki stórar bleikjurnar þarna en það skiptir ekki öllu máli fyrir unga veiðimenn, hver fiskur telur. 

Í Frostastaðavatni er skilda að drepa alla bleikju því vatnið þarf stórlega á grisjun að halda, og gengu mínir menn sáttir frá borði með yfir 90 bleikjur, mikið af smælki sem við sjóðum í köttinn en svo voru líka flottar bleikjur alveg upp í 3 pund.

Það þarf ekki stóran bíl til að komast þangað, en við fórum á óbreyttum jeppling og það var ekkert mál. 

Við tjölduðum við Landmannahelli þar sem er frábær aðstaða með klósettaðstöðu og aðgerðarborði.

Fyrir utan ævintýralega veiði fyrir krakka er náttúran þarna stórbrotin, sem gerði þessa ferð ennþá meira spennandi!

Við feðgar erum komnir heim og förum sáttir á koddann í kvöld.

Ljósmynd/Frostastaðavatn

Veiðar · Lesa meira

Frostastaðavatn