Hvítá í Borgarfirði – efri svæðin

Suðvesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

15 júlí – 05 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Það eru sennilega fáir sem leggja leið sína upp með Hvítá í Borgarfirði, alveg upp að Barnafossi, með það í huga að kasta fyrir fisk. Svæðið er aðallega áningarstaður ferðamanna sem vilja berja fossinn augum og einnig skoða Hraunfossa. En það er einmitt þar sem ferskvatnið sitrar niður hraunvegginn og sameinast jökulvatninu sem vænir laxar og bleikjur halda til. Fáir sem þarna koma gera sér grein fyrir þessu. Laxinn mætir um mitt sumar en mesti krafturinn í bleikjugöngunum er á haustin og teygja þær sig jafnvel fram í nóvember, desember. Ásókn í veiðileyfi hefur aukist og svæðin eiga sýna árlegu fastagesti.

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Ás s: 435-1430.  [email protected]  og á Húsafelli – husafell.is

Aðrir gistimöguleikar

Á Signýjarstöðum er í boði fullbúin Sumarhús s: 435-1218, [email protected]

Veiðireglur

Einungis er leyfð fluga á Bjarnastöðum og Stóra Ási, en á Signýjarstöðum er allt löglegt agn leyfilegt. Sjóbleikjustofn Hvítár á undir högg að sækja og eru það tilmæli frá Veiðifélaginu að sleppa helst allri bleikju, sé það hægt. Á Bjarnastöðum má hirða 2 laxa, en enginn kvóti er á honum í landi Stóra-Áss og á Signýjarstöðum.

Veiðitímabil eru mismunandi á þessum svæðum, vinsamlega kynnið ykkur þau hér að neðan.

Kort og leiðarlýsingar

Hvítá – Bjarnastaðir

Á Bjarnastöðum í Hvítársíðu er hægt að kaupa veiðileyfi á 3 km svæði í Hvítá. Leyfð er veiði á tvær stangir og er veiðitímabilið frá miðjum júlí til loka september. Einungis má nota flugu og hirða má 2 laxa á hvora dagstöng en sleppa verður allri bleikju. Stórir laxar veiðast árlega á svæðinu og er bleikjan oftast um tvö til þrjú pund. Besti tíminn er þegar komið er fram í september en þá er Hvítá svo til tær.

Verð: 10.000 kr. dagstöngin

Hvítá – Stóri Ás

Fyrir landi Stóra-Áss var lengi dágóð bleikjuveiði, en nú er sagan önnur og er bleikjan nú friðuð líkt og á Bjarnastöðum. Leyfðar eru tvær stangir og einungis má nota flugu. Enginn kvóti er á laxi, en algjör skylda að sleppa bleikju. Veiðitímabilið er frá seinnihluta ágúst og til loka september. Besti tíminn er seinnihluti september.  Mikið er um sömu fastagestina sumar eftir sumar.

Verð: 8000 dagstöngin

Hvítá – Signýjarstaðir

Á Signýjarstöðum hefur lengi verið starfrækt ferðaþjónusta. Ábúendur bjóða upp á veiðileyfi í Hvítá með eða án gistingar. Leyfðar eru tvær til fjórar stangir og má nota allt löglegt agn. Tilmæli eru um að sleppa bleikju ef mögulegt er en enginn kvóti er á laxi. Tímabilið nær frá seinnipart júlí til 5. október. Mikið er um að sama fjölskyldufólkið komi sumar eftir sumar.

Verð: 5000 kr. dagstöngin

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: um 50 – 57 km, Reykjavík: um 118 – 124 km og Akureyri: um 325 – 333 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Bjarnastaðir: Arndís Guðmundsdóttir s: 822-2479

Stóri Ás: Kolbeinn Magnússon s: 820-7649

Signýjarstaðir: Páll Jónasson s: 435-1218

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Hvítá í Borgarfirði – efri svæðin

Engin nýleg veiði er á Hvítá í Borgarfirði – efri svæðin!

Shopping Basket