Hafravatn er stöðuvatn innan marka Mosfellsbæjar. Vatnið er 1 km² að stærð og mesta dýpt 28 m en meðaldýpi um 8 metrar. Þótt það sé lítið þekkt sem veiðivatn má engu að síður fá þar ágæta veiði. Einna þekktast er vatnið á vetrum og þó nokkuð stundað af ísdorgurum. Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða sem er snöggtum vænni. Lax kemst líka í vatnið um Korpu en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu. Seljadalsá rennur í vatnið og úr því rennur Úlfarsá/Korpa.
Margir að veiða á Hafravatni
Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur alla vega frá áramótum, eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víðar um allt land þar sem menn fara