Hafravatn

Suðvesturland
Eigandi myndar: gonguleidir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 janúar – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Hafravatn er stöðuvatn innan marka Mosfellsbæjar. Vatnið er 1 km² að stærð og mesta dýpt 28 m en meðaldýpi um 8 metrar. Þótt það sé lítið þekkt sem veiðivatn má engu að síður fá þar ágæta veiði. Einna þekktast er vatnið á vetrum og þó nokkuð stundað af ísdorgurum. Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða sem er snöggtum vænni. Lax kemst líka í vatnið um Korpu en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu. Seljadalsá rennur í vatnið og úr því rennur Úlfarsá/Korpa. 

Veiðireglur

Til langs tíma hefur það orð farið af vatninu að fiskur þar sé sýktur og almennt illa haldinn. Rannsóknir síðustu ára hafa þó ekki sýnt að um umtalsverða sýkingu sé að ræða og fiskistofnar hafa verið að sækja í sig veðrið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu, nema við útfall í Úlfarsá (50 metra í hvora átt)

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Mosfellsbær: 6 km, Reykjavík: um 20 km, Keflavík: 60 km og Akureyri: 378 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Leigutaki er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og leyfa þeir öllum að veiða endurgjaldlaust í vatninu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðvesturland

Fréttir af veiði Hafravatn

Margir að veiða á Hafravatni

Dorgveiði hefur mikið verið stunduð í vetur alla vega frá áramótum, eftir að vötnin setti og verulega fór að kólna. Það á við víðar um allt  land  þar sem menn fara

Lesa meira »
Shopping Basket