Hafravatn er stöðuvatn innan marka Mosfellsbæjar. Vatnið er 1 km² að stærð og mesta dýpt 28 m en meðaldýpi um 8 metrar. Þótt það sé lítið þekkt sem veiðivatn má engu að síður fá þar ágæta veiði. Einna þekktast er vatnið á vetrum og þó nokkuð stundað af ísdorgurum. Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða sem er snöggtum vænni. Lax kemst líka í vatnið um Korpu en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu. Seljadalsá rennur í vatnið og úr því rennur Úlfarsá/Korpa.
Margir stundað dorgveiði síðustu daga
„Við fórum upp að Hafravatni fyrir tveimur dögum og þar voru nokkrir að veiða en margir stunda vatnið stíft og veiða ágætlega. Fiskurinn er frekar smár, en það er allt