NASF hefur hrint af stað undirskriftasöfnun um verndun íslenska laxastofnsins og sent þessa áskorun:
Við hvetjum ykkur til að sýna í verki stuðning við íslenska laxastofninn og þá sem eiga hagsmuna að gæta í baráttunni við þá ógn sem steðjar að vegna fiskeldis í sjó! Sýnum stuðning með því að skrifa undir undirskriftarlistann hjá NASF.
https://nasf.is/syna-studning/
Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og ógna líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.
Öll þau umhverfisslys sem spáð var fyrir um í sjókvíaeldi eru nú orðin að veruleika. Frjóir norskir eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum við Ísland synda upp í íslenskar ár og blandast villtum stofnum. Lúsafaraldur geysar á Vestfjörðum með tilheyrandi notkun á skordýraeitri. Villtum laxi fækkar og eldislaxi fjölgar. Eftirlit er í lamasessi og umhverfisleg ábyrgð iðnaðarins er engin. Lífsviðurværi 2.250 lögbýla í dreiðum byggðum er í hættu ef villtir laxastofnar skaðast. Ef ekki er gripið í taumana núna munum við útrýma villta laxinum og raska líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi. Stöndum saman og krefjumst þess að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.
Lifi íslenski laxinn!
SVFR
Verndum íslenska laxinn
Veiðar · Lesa meira