Dagskrá samstöðumótmæla 7. október
Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband veiðifélaga í samstarfi við nokkur náttúruverndarsamtök efnt til fjöldamótmæla 7. október næstkomandi kl. 15:00 á Austuvelli undir yfirskriftinni „Samstaða gegn sjókvíaeldi!“. Þó mótmælin sjálf verið á Austurvelli eru bílalestir bænda og landeigenda, sem munu koma að norðan og sunnan, mjög mikilvægur þáttur þeirra. Bílalestirnar er vísun til Laxárdeilunnar – einnar best heppnuðu mótmælaaðgerðar okkar tíma. Þá stóðu bændur vörð um Laxá og stofn hennar – nú er allt landið og allir stofnar undir.
Frá Háskólanum verður kröfuganga niður á Austurvöll þar sem mótmælin munu fara fram. Ráðherra eða talsmanni Alþingis verður afhent kröfuskjal og landeigendur halda tölu um kröfur sínar og þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í ánum okkar eftir umhverfsslys hjá Arctic Fish. Nú þegar hafa veiðst yfir 250 eldislaxar í ám um allt land og ekki sér fyrir endan á þeim hörmungum.Allir að mæta til að mótmæla þessum ofögnuði sem tröllríður veiðianum víða um land
Veiðar · Lesa meira