SVAK fagnar 20 ára afmæli 4. nóvember

SVAK fagnar 20 ára starfsafmæli sínu með fræðslu- og afmælisfundi á Hótel KEA laugardaginn 4. nóvember frá kl 14-18. Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá ferskvatns -og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar kemur í heimsókn og fjallar m.a um stöðu stofnanna okkar (bleikju, sjóbirtings og lax), utanumhald, rafræna skráningu og fiskræktunarsjónarmið. Þá mun hann einnig fjalla um slysasleppingar á sjókvíaeldislaxi og afleiðingar þeirra og tilveru hnúðlax í ánum okkar. Guðni er hafsjór af fróðleik og það er mikill akkur fyrir alla þá sem koma á afmælisfundi SVAK.

Þá munu Sigmundur Ófeigsson og Stefán Sigmundsson vera með fyrirlestur um stöðu og þróun bleikjuveiða í ám við Eyjafjörðinn, þ.s. þeir skoða m.a veiðitölur síðustu ára.

Veiðar · Lesa meira