Reykjavatn er u.þ.b. 1,8 km² að flatarmáli og er í um 510 metra hæð yfir sjávarmáli. Það liggur við útjaðar Hallmundarhrauns og er gróðursælt þar í kring og náttúrfegurð mikil. Tærar vatnslindir streyma víða upp á yfirborðið við vatnið. Fiskur er mjög vænn í vatninu og veiðist bæði urriði og bleikja. Reyká rennur úr vatninu til Norðlingarfljóts og fylgir hún með leyfum í vatninu. Vænn fiskur er í ánni eins og í vatninu sjálfu. Slóðinn að vatninu er eingöngu fær breyttum jeppum.